Friday, July 21, 2006

Ferðin hófst á buissnes farrými Air France. Marwan flýgur á buissnes vegna vinnunnar og ég fékk minn miða út á punktana hans. Ég hef ekki nema einusinni áður flogið á "fínni classa" en þeim almenna og það var milli Kaupmannahafnar og Færeyja. Þessum ferðum er enganvegin saman að líkja. Hér kom yfirflugþjónninn og bauð hverjum og einum góðann daginn með smá spjalli eftir að yfirhafnir höfðu verið teknar af okkur hengdar upp og boðið var upp á kampavín.
Eftir flugtak var borðflipinn við sætið uppdúkaður og matseðillinn afhendur, fois gras eða lax í forrétt, önd, kjúkklingur og eitthvað fleira í aðalrétt, ostar og loks ávextir í eftirrétt. Með þessu var ágætis vínlisti sem hægt var að velja af. Hér erum við ekki heldur að tala um litlu flöskurnar með skrúftappanum sem flestir kannast við úr flugferðum heldur var vínið á fullorðnum flöskum og helt í glösin eftir þörfum.
Hvert sæti er útbúið litlum sjónvarpsskjá og hægt er að velja milli 6 mismunandi bíómynda ásamt ýmsum tölfuleikjum. Ég valdi mér rómantíska gamanmynd og spilaði svo aðeins í viltu vinna milljón, horfði út um gluggan meðan við flugum yfir Grykklad og eyjarnar. Þessir rúmu 4 tímar liðu ansi átakalaust fyrir sig.
Þegar við nálguðumst strönd Egypalands var sólin farin að lækka á lofti. Ég vissi að Nílarósar væru grænir, en samt bjóst ég ekki við allri þessari grósku. Ræktuð engi eins langt og augað eygði langt inn í land.... hvar var þessi rómaða eyðimörk. Húsin í Kairo byrtust okkur og flugstjórinn tilkinti að á hægri hönd sæjum við pyramidana. Þarna voru þeir og handan þeirra óendanleg gul eyðimörk. Flugvélin tók beygju og allt í einu var ekkert nema gul, heit eyðimörk. Þegar flugvélin lenti fanst mér við allteins geta verið að lenda á mars.
Við komuna út úr vélinni löbbuðum við á hita og raka vegg. Marwan keypti vegabréfsáritunina, sem eru 2 lítil frímerki, fyrir mig inn í landið. 15 USD og tók 5sek að afgreiða. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan séð jafn skylvísara system. Vegabréfstékk, þar undir skilti sem bannaði reykingar sat vegabréfsvörðurinn og reykti, við vorum greinilega ekki legur í Evrópu.
Þegar við komum út af flugstöðinni var hitinn þrúgandi þó komið væri myrkur. Ég beið með farangurinn á meðan Marwan náði í leigubíl. Það tók mig samt ekki nema um 10 mínútur að aðlagast hitanum og ég þjáðist aldrei af hita það sem eftir var dvalarinnar. Þakka það helst löngum dvölum í heitum pottum á Íslandi.
Þó svo ég væri á leiðinni í frí þá var hann í vinnunni. Vonaðist til að það yrði rólegt þannig hann gæti notið dvalarinnar með mér, en annað átti eftir að koma á daginn. Moetaz bróðir Marwans, Emanuela konan hans og dætur þeirra tvær, Mariam 5 ára og Íris 2 ára komu deginum áður en við frá Ítalíu þar sem þau búa. Þau voru á hóteli rétt við pyramidana og voru búin að taka frá herbergi fyrir mig líka þessar 2 nætur sem við yrðum í Kairó áður en við færum í sumarhús fjölskyldunnar niður við Miðjarðarhafið, enda yrði ég mest með þeim þar sem Marwan var að vinna.
Við tókum leigubílinn fyrst heim til foreldra Marwans til að ná í bílinn hans. Þar heima var enginn þar sem mamma hans hafði komið ein frá sumarhúsinu til að taka á móti okkur og hafði eytt nóttinni á hótelinu með ítölunum og barnabörnunum. Ferðin með leigubílnum var ótrúleg. Í Karió eru öll möguleg og ómöguleg farartæki saman komin. 4 manna fjölskylda á vespu; ca. 4 ára barn fyrir framan pabba sinn sem stýrði og aftaná sat eins og í kvennsöðli kona með ungabarn, enginn með hjálm að sjálfsögðu. Flestir bílar voru ofhlaðnir fólki og eins og ég komst að síðar fæstir bílar með bílbelti. Þeir ökumenn sem voru útbúnir slíkri græju lögðu beltið pent yfir vinstri öxlina og létu það duga.
Skemmtilegustu farartækin voru samt litlir pallbílar sem fluttu heilu búslóðirnar sem hlaðið hafði verið í 3-4 metra fjall á pallinn og nokkrir settir þar ofaná, sjálfsagt til að passa að ekkert hrynji. Svo er endalaust flautað, flautað þegar maður tekur frammúr, til að láta vita af sér og flautað fyrir horn, af sömu ástæðu.
Þegar við komum á hótelið sátu Moetaz og Magda í setustofu hótelsins, miklir fagnaðarfundir að sjálsögðu. Við blöðruðum eitthvað fram á kvöld, Moetaz fór upp til stelpnana sem sváfu og Emanuela kom niður til okkar. Þrátt fyrir að rúmin á hótelinu væru mjög fín þá svaf ég ekkert sérstaklega vel þessa nótt. Nýtt rúm, sofa ein og suðið í loftkælingunni unnu saman að því.
Morgunverðurinn var hlaðborð með sætum og söltum réttum. Frekar evrópskt yfirbragð af þessu öllu. Þar var kokkur sem steikti ommelettur eftir pöntunum. Fyrir framan hann voru sveppir, tómatar, kjötálegg, og annað sem maður gat valið að sett væri í hana. Heilhveitibakaríis brauð, jógúrt, morgunkorn, ostar, kjötálegg, skúkkulaðihorn og sætabrauð, te, kaffi, safar.... eins og ég seigi, frekar evrópskt en vel staðgott fyrir daginn.
Strax eftir morgunverðinn... sem var svosum í seinnalagi hjá okkur, undirbjuggum ég, Moetaz og Mariam skoðunarferð að pyramidunum. Þó svo að við værum rétt við pyramidana þá er eitthvað ábótavant með gangstéttar í Kairó þannig við tókum leigubíl. Þar sem egyptar borga lægri aðgangseyri en aðrir hafði Moetaz tekið með sér "fjölskyldubókina" sem er ákveðið skýrteini sem tilgreinir hvern fjölskyldumeðlim og sagði að ég væri konan sín og við værum að fara með dóttir okkar að skoða pyramidana.
Hinsvegar er það ekki nóg að borga inn á svæðið! Núna byrtist einhver gaur sem sagðist vera ríkisstarfsmaður og væri ráðinn til að sýna fólki um. Þrátt fyrir að vera ríkisstarfmaður og þar af leiðandi venjulega á launum þá borgar maður alltaf fyrir svoleiðis þjónustu, enda engin lög um lámarkslaun. Hann hlammaði sér í framsætið á leigubílnum okkar og þuldi upp einhverri romsu, án þess að vera neitt sérstaklega fræðandi. Efst uppi á svæðinu við jaðar eyðimerkurinnar var svo ekki hægt að komast áfram nema á hestum eða úlföldum. Vitandi að slík úlfaldaferð yrði lítið annað en peningaplokk skelltum við okkur á eina slíka. Þegar við vorum komin upp á bak var beðið um 280 ED sem Moetaz prúttaði niður í 80ED.
Fyrir íslending sem alinn hefur verið upp við að sett sé upp "rétt verð" sem maður borgar er þessi menning erfið. Ekkert er verðmerkt og verðið virðist fara eftir hver það er sem kaupir og skapi þess sem selur hverju sinni. Um kvöldið heyrðum við ægilegar sögur af því hvernig útlendingar hafa verið hreinlega féfléttir upp við pýramidana. Þar virðist ekki vera nein regla á neinu og hver sem er virðist geta orðið þar smákóngur og sett upp sínar reglur.
Upplifunin var hinsvegar ótrúleg. Þarna vorum við á úlföldum í emjandi hádegissólinni með við pyramidana í Giza. Hitinn, sólin, úlfalinn... þetta var næstum draumkennt. Við ákváðum að fara ekki inn í pyramidana, enda víst ekki mikið að sjá. Eftir að hafa labbað hokinn eftir þröngum gangi kemur maður að tómu herbergi. Kanski ég geri það einhverntíma seinna.
Eftir að hafa heimsótt pyramidana fórum við niður að Svinxinum. Þar var heldur meira af fólki en alls ekki jafn margt og ég bjóst við. Moetaz sagði að ferðamenn kæmu frekar á veturnar en á sumrin þannig að yfir há-hádegið á miðju sumri þá væru ekki margir túristar.
Grunnur Svinxins er að hrunum kominn og reyna egyptar í dag að styrkja hann til að hann standi áfram. Enda er tilvist þeirra mikið undir ferðamanna iðnaðinum komin. Ég vona sannarlega að þeim takist það, þeirra vegna jafnt sem okkar. Marwan er hinsvegar mjög gagnrýninn á egypskt vinnulag í dag og segir sorglegt að sú þjóð sem fyrir þúsundum ára hefði reyst pyramidana kynni ekki í dag að leggja almennilega vegi.
Það er svosum rétt hjá honum, hér eru allir vegir holóttir og sprungnir. Allstaðar eru líka hálfbyggð hús. Og til að mynda vökvar garðyrkjumaðurinn sem vinnur fyrir foreldra Marwans við sumarhúsið annanhvern dag yfir hádaginn. Þannig að grasið og plönturnar eru í frekar slæmu ásigkomulagi. Þannig vinnulagi hér er um margt ábótavant.
Eftir Pyramida og Svinx var ætlunin að fara á Kairosafnið, fyrst ætluðum við hinsvegar að koma aftur við á hótelinu og skipta um leigubíl þar sem þessi sem við vorum á var að liðast í sundur. Við komumst hinsvegar alrei lengra en í sundlaugina við hótelið. Vatnið var yndislega frískandi og tilhugsunin um að fara aftur út í umferðarómennninguna og ringulreiðina ýtti hugmyndinni um safnið til næstu ferðar til Egyptalands.
Seinnipart dags fórum við að taka okkur til fyrir vikulegt fjölskylduboð ömmunnar sem er hvern fimmtudag. Helgin hér er föstudagur og laugardagur, þannig fimmtudagur er seinasti vinnudagar vikunnar.
Hér hitti ég mestalla fjölskylduna. Ömmuna og ömmusysturina sem býr hjá henni, systkyni Mögdu, maka þeirra og börn. Allir ægilega ánægðir að hitta mig og spurningin "How do you like Egypt?" var ótrúlega vinsæl og ég reyndi að svara eins kurteisislega og ég gat þó svo ég hefði ekki enn verið sólahring á landinu.
Svo var sest til borðs. Mér láðist að telja réttina, en amman er með húshjálp sem eldar, eins og flestar velstæðar fjölskyldur í egyptalandi, sem hafði ekki slórað í vinnunni þann daginn. Ég virtist brött og sagðist hlakka til að borða egypskan mat, en bara lítið af hverju svo ég gæti smakkað á öllu. Allt var þetta verulega gott nema einn réttur sem er víst einn af þjóðarréttunum, hrísgrón sem helt er yfir grænni slímsósu. Ekki að þessi réttur hafi verið vondur á bragðið en það er slímáferðin sem var erfið viðureignar. Ég afsakaði mig kurteisislega og sagði að maður þyrfti sjálfsagt að venjast þessum rétti og að ég skyldi prófa meira næst.
Ég reyndar borðaði ekki nema eina skeið af þessu í þetta skiptið. Spenningurinn um það hvernig mér myndi þykja rétturinn var það grunsamlegur að ég ákvað að smakka hann af disknum hans Marwan... sem reyndist rétt ákvörðun. Rétturinn sem um ræðir er Molohgeia ef einhver er inni í egypskri matargerð.
Hinsvegar voru volgu vínlaufin vafin utanum hrísgrjónarúllur og borin fram með gúrku-jógúrtsósu yndislega góð. Hér í París höfum við stundum keypt okkur slíkar vínlaufsrúllur en þær eru alltaf úr dós og baðaðar í olíu. Þarna voru þær ferskar og volgar.
Seint um kvöldið eftir tertur te og kaffi fór Marwan með mér í sýniferð um Kairó. Fimmtudagskvöld og margir á ferli. Við fórum upp á þakveröndina á Hilton Nile hotelinu þar sem útsýni er yfir Níl og borgina. Veröndin var eins og vin í borginni. Andstæðurnar hér eru gífulegar á meðan heilu hverfin eru án rafmagns þá eru aðrir sem lifa í vellistingum.
Daginn eftir lögðum við af stað í áttina að Alexandríu á 2 bílum. Eftir 2 og hálfstíma akstur komum við að sumarhúsaþyrpingunni okkar. Við hliðið eru verðir sem passa að enginn utanaðkomandi fari inn á svæðið og þar fyrir innan er lítil paradís. Við heilsuðum upp á pabba gamla, skiptum um föt og fórum niður að strönd.
Sjórinn hér getur verið hættulegur þar sem það er mikill straumur í honum. Þær tæpu 3 vikur sem ég var þar kom ekki nema einn dagur þar sem sjórinn var nógu rólegur að ég myndi synda í honum þó svo ég sullaði í honum á hverjum degi. Marwan sem hinsvegar er vanur stakk sér strax til sunds með svartan fána blikandi við hún. Það er víst ekkert fútt í að synda í lygnum sjó.... við erum nú ekki sammála á öllum sviðum!
Dagarnir niður við Alexandríu voru hver öðrum líkir. Íris sá nú reyndar til þess að enginn svæfi lengi frammeftir, drukkum morgunteið okkar úti á palli, fórum á ströndina eða í sunlaugina. Stelpurnar vildu frekar vera í lauginni, enda mun öruggara fyrir þær. Ég var mest á ströninni. Hafði tekið með mér nokkur Mannlífsblöð sem mamma sendi með Bjössa frænda þegar hann kom til Parísar. Ég lá því á ströndinni og las í Mannlífi. Sjórinn þó svo hann væri úfinn var heitur og notalegur. Var reyndar slegin 2 af marglittu... og nei, ég notaði ekki trikkið sem notað er í öllum bíómyndum til að lina brunann heldur bar ég bara smyrsl á.
Á kvöldin sátum við svo úti a verönd og spjölluðum saman nema fótboltakvöldin, þá sameinuðumst við fyrir framan imbann. Kvöldið sem Ítalía vann Frakka var eftirminnanlegt. Ég hélt að Emanuela væri að fara yfirum og gladdist hún samlöndum sínum sigurinn eins og hún sjálf hefði verið að keppa... skemmtilega íslenskt af henni. Ekki það að við héldum öll með Ítölum. Frakkar geta verið svo miklir hrokagikkir að þeir eiga ekki skilið að vinna svona keppnir.
Fórum 3 eitthvað út að borða, annaðhvort bara við eða með stórfjölskyldunni. Allir virðast eigar sumarhús hér í nágreninu þannig fjölskyldan er í nálægð hvort sem er að vetri eða sumri. Pabbi Marwans átti afmæli 12 júlí. Hann var búinn að byðja um DaVinci lykilinn á ensku og fékk hana frá okkur. Sú bók er víst ekki seld í Egyptalandi. Var byrjaður að lesa hana þegar við fórum og leist vel á.
Annað eftirminnanlegt við dvölina var að ég kendi Mariam að spila Ólsen Ólsen strax á öðrum degi. Við fengum öll að súpa seyið af því það sem eftir var dvalarinnar. Seinast þegar ég hitti hana kendi ég henni einmitt að gera gogg og fékk enn að gjalda fyrir það í þetta skiptið. Næst þegar ég ætla að kenna barni leik sem maður þarf að taka þátt í vill þá einhver stoppa mig af !!!
Dvölin var semsagt í allastaði ljúf þó svo Marwan hafi verið mikið að vinna.

Það sem mér kom mest á óvart:

Hversu grænt Egyptaland er
Hversu góður fiskurinn er
Hversu þolanlegur hitinn var (ég var svosum í frískri hafgolu mestallan tímann)
Þessi ólýsanlega ringulreið
Mestu vonbryggðin:
Hversu sóðaegt landið er
Lítið og lélegt úrval af ávöxtum og grænmeti
Fékk í magann á næstseinasta degi og er enn að ná mér
Hvað lærði ég:
Núna skil ég heimssýn Marwan betur
Lærði einnig að meta París

Powered by Blogger